Frá því að TM eignaðist óbeinan eignarhlut í drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Group hefur virði hans hækkað um meira en 70% að því er Fréttablaðið greinir frá. Er um langstærstu einstöku fjárfestingareign TM að ræða,

Er 1,1% hluturinn, sem Tryggingamiðstöðin á í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir, að andvirði 2.156 milljónir króna í bókum félagsins. Í septemberlok var hann hins vegar metinn á 1.768 milljónir, en þá þegar hafði virði hlutarins aukist um ríflega hálfan milljarð.

Í apríl á síðasta ári keypti TM ásamt hópi fjárfesta 50,2% hlut í Stoðum af eignarhaldsfélagi Glitnis og fleiri erlendum fjármálastofnunum, en félagið á tæplega 9% í Refresco. Eru Stoðir, áður FL Group, talin hafa keypt upphaflega eignarhlutinn á um 40 til 50 milljarða króna.

Kom verðhækkunin í kjölfar 200 milljarða króna yfirtöku fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarvörurframleiðandanum. Eins og fram kom í fréttum í janúar er vilji fyrir því hjá hluthöfum Stoða að halda áfram starfsemi félagsins eftir að eignarhluturinn í Refresco yrði seldur, og gæti þá félagið orðið stærsta fjárfestingarfélag landsins.

Frekari frétt um málefni Refresco: