Miklar lækkanir voru í Kauphöllinni við opnun markaða í morgun.

Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa lækkað um meira en 3% eru Össur (5,56% velta 2 milljónir), Marel (4,29% velta 222 milljónir), Eimskip (3,46% velta 45 milljónir), Icelandair  (3,1% velta 329 milljónir).

Markaðsvirði Marel hefur lækkað töluvert í viðskiptum dagsins. Markaðsvirðið var 164 milljarðar samkvæmt Keldunni og er þegar þetta er skrifað 157 milljarðar núna miðað við lækkanir dagsins.

Miklar hækkanir voru í Kauphöllinni í gær, en úrvalsvísitalan hækkaði um 3,26%. Þá hækkaði gengi bréfa í Marel um 4,25, Icelandair um 3,67%.