Heildarvelta í virðisaukaskattskyldri starfsemi var 4.536 milljarðar króna á síðasta ári í samanburði við 4.204 milljarðar króna árið 2017 sem jafngildir tæplega 8% hækkun milli ára, að því er kemur fram í nýjum gögnum á vef Hagstofu Íslands . Á tímabilinu nóvember-desember í fyrra nam veltan 808 milljörðum króna sem er 5,7% hækkun frá sama tímabili 2017.

Á síðustu tveimur mánuðum ársins 2018 jókst veltan mest hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum eða um tæpi 19% frá sama tímabili 2017. Einnig var töluverð veltuaukning í atvinnugreinum sem eru með tekjur í erlendum gjaldeyri, en gengi erlendra gjalmiðla var að meðaltali 13% hærra á tímabilinu. Þetta eru greinar eins og heild- og umboðssala með fisk (16,2%), sjávarútvegur (13,2%), framleiðsla málma (10,3%).

Umtalsverður samdráttur var í veltu í bílasölu og bílaviðgerðum eða 19,2% frá nóvember-desember 2017 til nóvember-desember 2018. Samdrátturinn milli ára var tæp 7% en heildarvelta í bílasölu og viðgerðum var 174 milljarðar króna árið 2017 en lækkaði niður í 162 milljarða króna í fyrra, en þetta er eina atvinnugreinin þar sem samdráttur var milli ára.

Á tímabilinu nóvember-desember 2018 var 3% samdráttur i olíuverslun frá sama tímabili 2017 og einnig var drógst velta í flutningum og geymslu saman um 6,4%. Á tímabilinu jókst velta í öðrum atvinnugreinum til að mynda var velta í upplýsingum og fjarskiptum 45 milljarðar króna sem er 14,2% hækkun frá sama tíma árið 2017.