Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,07% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.761,19 stigum. Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,03% í 25,1 milljarða veltu, en þar af námu hlutabréfaviðskipti um 961 milljón. Hækkaði hlutabréfavísitala Gamma um 0,10% en Skuldabréfavísitalan stóð í stað þrátt fyrir að um 24 milljarða viðskipti væri um að ræða.

Mest hækkaði gengi bréfa VÍS, eða um 2,07% í jafnframt mestu viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði eða 243 milljónum króna.
Fór gengið í 2,07% en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun gaf félagið út afkomuviðvörun vegna þess að hagnaður fyrsta ársfjórðungs stefnir í að hafa ríflega þrefaldast miðað við afkomuvæntingar.

Næst mest var hækkun bréfa Skeljungs, eða um 1,09% upp í 6,52 krónur, en það var í rétt um 20 milljón króna viðskiptum.
Loks hækkuðu bréf hinna tryggingafélaganna tveggja í kauphöllinni nokkuð, eða um 1,16% í tilviki Sjóvá í 97 milljón króna viðskiptum og 0,70% í TM í 91 milljón króna viðskiptum. Fást bréf Sjóvá nú á 17,40 krónur og bréf TM á 35,95 krónur.

Eimskip hækkaði hins vegar um 0,88% í litlum viðskiptum, eða fyrir 5 milljónir króna og fór gengi bréfanna upp í 229,50 krónur.
Mest lækkun var á gengi bréfa Origo, en þau lækkuðu um 2,54% í 105 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú sléttar 23 krónur. Eik lækkaði um 1,21% í sáralitlum viðskiptum en N1 lækkaði um 0,82% í 57 milljóna króna viðskiptum og fóru bréfin niður í 121 krónur sléttar.