*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 5. september 2018 16:04

VÍS hækkaði um 1,69%

Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam 885 milljónum króna í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam 885 milljónum króna í viðskiptum dagsins. Mest velta var með bréf í VÍS en verð á hlutabréfum í félaginu hækkaði um 1,69% í 337 milljóna króna viðskiptum. Næst mest velta var með bréf í Reitum en þau hækkuðu um 0,13% í 121 milljónar króna viðskiptum. 

Níu félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag en mest hækkaði verð á hlutabréfum í Origo eða um 2,46% í 25 milljóna króna viðskiptum en næst mest hækkun á hlutabréfaverði var hjá VÍS.

Fimm félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag en mest lækkaði verð á bréfum í Eimskip eða um 0,66% í 23 milljóna króna viðskiptum.

Þá lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 0,13% í viðskiptum dagsins.