Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) sendi í dag frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar um fjárfestingu á 21,8% hlut í fjárfestingarbankanum Kviku. Heildarkaupverðið nemur um 1.655 milljónum króna og er greitt að fullu með reiðufé.

Seljendur á hlutnum eru Titan B ehf. (7,27%), sem er í eigu Skula Mogensen, Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%).

Í tilkynningunni segir Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, kaupin fyrst og fremst vera áhættudreifingu hjá félaginu. Starf­semi tryginga­fé­laga bygg­ist á tveimur meginstoðum; vátryggingarstarfsemi og fjár­fest­ing­ar­starf­semi,“ segir Jakob.

„Auk þess að vera gott fjárfestinga­tæki­færi stuðla kaupin að dreif­ingu áhættu í eigna­safni félags­ins og þjóna þannig hags­munum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði við­skipta­vinir og hlut­hafar góðs. “​