Fyrirtækin Rio Tinto Alcan, Innnes ehf. og Seranno hlutu Forvarnarverðlaun VÍS 2011 fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Verðlaunin voru veitt í annað sinn í gær. Í tilkynningu kemur fram að álverið í Straumsvík hafi verið öðrum til fyrirmyndar í forvörnum. Starfsmönnum þess hefur meðal annars tekist að vinna 5 milljónir stunda án alvarlegra vinnuslysa.

Á myndinni eru þeir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, og Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.