Færslugjöld vegna kaupa með Mastarcard og Visakortum, sem gefin eru út utan Evrópska efnahagssvæðisins, innan þess, verða lækkuð til samræmis við lækkun frá árinu 2007 á færslugjöldum notenda innan svæðisins utan þess.

Mun lækkunin nema um 40% að meðaltali á verslunareigendur þegar greitt er með Mastarcard, Maestro, Visa, Visa Electron og V-Pay kredit og debetkortum sem gefin hafa verið út af löndum utan svæðisins.

Um er að ræða gjaldið sem banki verslunarinnar þarf að greiða banka kortaútgefandans, svokallað millifærslugjald, sem kortafyrirtækin nýta að greiða fyrir öryggiskostnað ýmis konar að því er FT greinir frá.

Hærri greiðsla fyrir netviðskipti

Samkvæmt samkomulaginu, sem fyrirtækin náðu samkomulagi um í dag við ESB og var hluti langvarandi baráttu við samkeppnisyfirvöld sambandsins, mun gjaldið kaup í verslunum lækka niður í 0,2% af virði viðskiptanna fyrir debetkort og í 0,3% fyrir kredit kort.

Viðskipti sem gerð eru án kortsins sjálfs, eins og á netinu, verða jafnframt að hámarki 1,15% fyrir debetkort og 1,50% fyrir kreditkort. Mun nýja verðskráningin taka gildi 19. október næstkomandi og vera í gildi í fimm ár. Munu fyrirtækin þurfa að greiða 10% af veltu sinni í heiminum ef þau standa ekki við samkomulagið.

Segir Visa í yfirlýsingu að með samkomulaginu hafi náðst besta útkoman fyrir alla hluteigenda, og Mastercard segir „lokun á samkeppnismálinu mikilvægan áfanga fyrir fyrirtækið“.