Yngvi Harðarson hjá ráðgjafafyrirtækinu Analytica segir vísbendingar vera um að hagvöxtur aukist á ný snemma á næsta ári. Þetta kemur fram í nóvembertölum mánaðarlegrar vísitölu sem fyrirtækið gefur út, svokallaður Leiðandi hagvísir Analytica, sem á að gefa vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum.

Nýtir hún til þess þætti sem mælast í upphafi fremleiðsluferils og veita vísbendingar um eftir vörur og þjónustu, en vísitalan byggir á þeirri hugmynd að framleiðsla hafi aðdraganda.

Undirliðirnir eru sex talsins, það eru aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup og hækka þeir allir í þetta sinn. Auk þess var gildi októbermánaðar hækkað upp á við.

Mesta framlag til hækkunar mælist í verðmæti fiskafla, innflutningi og debetkortaveltu. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk. Áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.