Vorfundur Reiknistofu bankanna verður haldinn 10. maí næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Innreið fjártækni fyrirtækja á fjármálamarkaðinn.“ Fundurinn verður haldinn í Hörpu og þar verður fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað víða um heim á fjármálamarkaði með innreið fjártækni fyrirtækja á markaðinn.

Á fundinum verður einnig rætt um breytt viðskiptamódel banka og hvernig sú þróun mun halda áfram í framtíðinni. Helstu framsögumenn á fundinum eru sérfræðingar á sviði gervigreindar og nýsköpunar í fjármálatækni. Hreinn Jakobsson stjórnarformaður RB mun opna dagská ráðstefnunnar en hún hefst kl.1 og stendur til kl. 5.

Aðalframsögumenn á fundinum eru Dr. Babak Hobjat, vísindamaðurinn á bak við Siri og Jason Bates stofnandi stafrænu bankanna, Monzo Bank og Starling Bank. Enn fremur heldur Jan Damsgaard, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Copenhagen Business School erindi ásamt, Rich Sheridan rithöfundi Joy Inc. og forstjóra Manlo Innovations og Danielle Neben hjá Digi.me. Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB mun fjalla um breytinguna á stafrænum greiðslum sem er að eiga sér stað hér á landi. Fundarstjóri er Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka.