*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 5. maí 2017 11:30

Vísir selur í Kanada

Landvis, dótturfélag Vísis í Grindavík, hefur selt allt hlutafé sitt í kanadíska sjávarútvegsfyrirtækinu Ocean Choice International (OCI).

Ritstjórn
Eitt skipa OCI
Aðsend mynd

Landvis, dótturfélag Vísis í Grindavík, hefur selt allt hlutafé sitt í kanadíska sjávarútvegsfyrirtækinu Ocean Choice International (OCI). Þar með taka langvinnar deilur um yfirráð yfir fyrirtækinu enda, að því er fram kemur á vefnum undercurrentnews.com. Frá þessu er greint í frétt Fiskifrétta. 

Aðaleigendur OCI, bræðurnir Martin og Blaine Sullivan á Nýfundnalandi, keyptu Landvis út. OCI er stærsti kvótahafi í Kanada og starfrækir einnig öfluga vinnslu í landi á snjókrabba, humri, rækju, uppsjávarfiski þorski og fleiri tegundum.

Landvis var stofnað 2007 og keypti sig þá inni í OCI og eignaðist 49% hlut í félaginu. 

Stikkorð: Kanada Vísir selja