Samkvæmt nýjustu vefmælingum Modernus, sem ná frá 9. til 15. febrúar, var vísir.is með 558 þúsund notendur. Mbl.is var með 554 þúsund notendur.

Þetta er í annað skiptið sem vísir.is skákar mbl.is. Það gerðist síðast í október en þá kom stóri hluti af heimsóknunum Vísis erlendis frá vegna myndbands úr bílakjallara Höftatorgs, sem dreift var meðal annars á síðunni Reddit.

DV.is er í þriðja sæti en þar á eftir koma pressan.is, ruv.is, já.is og vefur Veðurstofunnar, vedur.is er í 7. sæti. Hægt er að skoða listann síðu síðu Modernus .