*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 21. ágúst 2018 12:21

Vísitala byggingakostnaðar stendur í stað

Vísitala byggingakostnaðar stendur í stað milli mánaða en um miðjan ágúst stóð hún í 139,9 stigum.

Ritstjórn
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,2%, vísitalan gildir í september 2018.
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan ágúst 2018 er 139,9 stig (desember 2009=100) og stendur í stað frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,2%, vísitalan gildir í september 2018. 

Stikkorð: Hagstofa Íslands