*

mánudagur, 24. júlí 2017
Innlent 17. júlí 2017 09:37

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar lítillega

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2017 er 132,6 stig og hækkar um 0,8% frá fyrri mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2017 er 132,6 stig og hækkar um 0,8% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Vinnuliður byggingarvísitölunnar hækkaði um 1,3% (áhrif á vísitölu 0,5%). Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0% milli mánaða (0,2%) og innlent efni hækkaði um 0,3% (0,1%). Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 0,7%. Vísitalan gildir í ágúst 2017.