Í júnímánuði var vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 475,3 stig, þar sem vísitalan miðast við 100 stig í janúar 2014. Hækkaði hún um 2,2% frá fyrri mánuði.

Vísitalan hefur hækkað um 4,1% síðustu 3 mánuði, en síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 6,0% og um 10,9% ef miðað er við síðustu 12 mánuði.

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, og er íbúðarhúsnæði skipt í flokka eftir stærð og hvort það teljist fjölbýli eða sérbýli. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.