*

fimmtudagur, 15. nóvember 2018
Innlent 29. júní 2009 09:02

Viðskiptaráð: Skattlagning vaxtagreiðsla gæti haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar

gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni í reynd bera skattinn

Ritstjórn

Neikvæðar afleiðingar þess að lögfesta skattlagningu vaxtagreiðsla eru margvíslegar og hafa lítið með vafasama viðskiptahætti að gera.

Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér fyrstu aðgerðir til að brúa fjárlagahalla ríkissjóðs á komandi misserum. Í Skoðun Viðskiptaráðs er athyglinni sérstaklega beint að þeim hluta frumvarpsins sem lýtur að skattlagningu vaxtagreiðslna til erlendra aðila.

„Í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni í reynd bera þann skatt sem frumvarpið hyggst leggja á móttakanda vaxtagreiðslunnar; Í öðru lagi mun skattlagningin leggja Þránd í götu erlendrar fjárfestingar hérlendis og var þó staðan verulega slæm fyrir; Í þriðja lagi þá verður hér við lýði skattlagning sem þekkist ekki innan innri markaðar Evrópu og í fjórða lagi verður vegið að grundvelli afnáms gjaldeyrishafta hvað nýjar fjárfestingar varðar,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs.

Þá kemur einnig fram að fjárhagslegir hagsmunir ríkissjóðs af skattlagningunni séu afar takmarkaðir en neikvæðar afleiðingar þess orðið verulegar.

Sjá nánar vef Viðskiptaráðs.