*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 29. júní 2009 09:02

Viðskiptaráð: Skattlagning vaxtagreiðsla gæti haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar

gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni í reynd bera skattinn

Ritstjórn

Neikvæðar afleiðingar þess að lögfesta skattlagningu vaxtagreiðsla eru margvíslegar og hafa lítið með vafasama viðskiptahætti að gera.

Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér fyrstu aðgerðir til að brúa fjárlagahalla ríkissjóðs á komandi misserum. Í Skoðun Viðskiptaráðs er athyglinni sérstaklega beint að þeim hluta frumvarpsins sem lýtur að skattlagningu vaxtagreiðslna til erlendra aðila.

„Í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni í reynd bera þann skatt sem frumvarpið hyggst leggja á móttakanda vaxtagreiðslunnar; Í öðru lagi mun skattlagningin leggja Þránd í götu erlendrar fjárfestingar hérlendis og var þó staðan verulega slæm fyrir; Í þriðja lagi þá verður hér við lýði skattlagning sem þekkist ekki innan innri markaðar Evrópu og í fjórða lagi verður vegið að grundvelli afnáms gjaldeyrishafta hvað nýjar fjárfestingar varðar,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs.

Þá kemur einnig fram að fjárhagslegir hagsmunir ríkissjóðs af skattlagningunni séu afar takmarkaðir en neikvæðar afleiðingar þess orðið verulegar.

Sjá nánar vef Viðskiptaráðs.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim