*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 1. ágúst 2008 13:09

Viðtal: Hreiðar Már Sigurðsson á vb.is

Ritstjórn

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segist  vera ánægður með þóknanatekjur og vaxtamun bankans á öðrum ársfjórðungi. Kostnaður bankans var hinsvegar hærri en vonast var eftir, sem skýrist af opnun útibúa á nýjum mörkuðum og markaðsherferðum til þess að sækja innlán. Jafnframt telur hann framlag á afskriftarreikning útlána hátt.

Þetta kemur fram í viðtal við Hreiðar Má á vefvarpi Viðskiptablaðsins.

Innlánareikningur Kaupþings, Kaupþing Edge, er nú starfræktur í tíu löndum. Stefnt er að því að fara inn á fimm nýja markaði á árinu, að sögn Hreiðars Más.