Vivaldi Technologies ehf. hagnaðist um 245,5 milljónir árið 2016 samanborið við 147,6 milljóna króna tap árið áður.

Vivaldi Technologies var stofnað árið 2014, en starfsemi félagsins er þróun, sala og dreifing á hugbúnaði, ráðgjafaþjónusta, fjárfestingar og þátttaka í öðrum félögum. Rekstrartekjur félagsins námu 432,2 milljónum en tekjur ársins 2015 voru engar.

Rekstrargjöld voru 159,7 milljónir en þau voru 145,6 árið áður. Eignir námu 454,7 milljónum í árslok og var eigið fé 69,8 milljónir. Framkvæmdastjóri Vivaldi Technologies er Guðrún Helga Sigurðardóttir en eigandi félagsins er Jón von Tetzchner.