Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,30% í 2,4 milljarða viðskiptum og stóð hún í lok viðskiptadagsins í 1.844,81 stigi. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,32% í 1.290,21 stig, í 1,7 milljarða viðskiptum.

HB Grandi, Icelandair og Skeljungur lækkuðu

Einu fyrirtækin sem lækkuðu í verði í kauphöllinni í dag voru HG Grandi sem lækkaði um 0,79% í mjög litlum viðskiptum, og svo Icelandair sem lækkaði um 0,28% og Skeljungur sem lækkaði um 0,16%.

Námu viðskiptin með bréf Icelandair 103 milljónum króna, og fæst nú hvert bréf félagsins á 14,26 krónur. Gengi bréfa Skeljungs er nú 6,37 krónur en viðskiptin með bréf félagsins voru að andvirði 84 milljónir.

Vodafone og Reginn hækkuðu mest

Mest hækkun var á gengi bréfa Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, en bréfin hækkuðu um 2,38% upp í 62,45 krónur. Námu viðskiptin með bréfin 161 milljónum króna.

Reginn hækkaði næst mest, um 1,59% í 86,5 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 28,80 krónur.

Mest viðskipti með bréf VÍS og Marel

Langmest viðskipti voru með bréf VÍS, eða fyrir 756,5 milljónir og hækkaði gengi bréfanna um 1,47% upp í 11,08 krónur. Næst mest viðskipti voru svo með bréf Marel hf., sem hækkaði um 0,58% í viðskiptum dagsins, sem námu 495,5 milljónum króna.

Fæst nú hvert bréf félagsins á 346,00 krónur, en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá skilaði félagið því sem samsvarar 2,5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins að því er fram kom í uppgjöri sem kom eftir lokun markaða.