Úrvalsvísitalan (OMXI8) lækkaði um 0,79% í viðskiptum dagsins. Heildarvísitalan lækkaði um 0,6%. Alls námu viðskipti á hlutabréfamarkaði 2,4 milljörðum króna.

Mest hækkaði gengi bréfa Fjarskipta (Vodafone), eða um 3,43% í 193,4 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi sex félaga í kauphöllinni í dag (Hagar, Síminn, Fjarskipti og Sjóvá). Gengi átta félaga lækkaði og var mest lækkun á bréfum HB Granda eða 2,67%. Verð á bréfum tveggja félaga (Eimskip og Nýherja) stóð í stað.

Engin viðskipti áttu sér stað með hlutabréf á First North

Á skuldabréfamarkaði hækkaði aðalvísitalan um 0,1%. Óverðtryggð skuldabréfavísitala lækkaði um 0,04% og hækkaði sú verðtryggða um 0,19%. Alls nam velta á skuldabréfamarkaði 2,3 milljörðum króna. Mesta kröfubreytingin var á RIKS 21 0414 og lækkaði ávöxtunarkrafan um 7 punkta. Krafan á RIKB 22 1026 lækkaði um 3 punkta en krafan á RIKB 31 0124 hækkaði um 3 punkta.