Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hækkaði um 0,37% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á mörkuðum nam 8,7 milljarða, þar af var velta með hlutabréf 2,4 milljarða, velta með skuldabréf nam 6,2 milljarða.

Mest hækkun var á gengi bréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, en þau hækkuðu um 4,3% í 335,5 milljón króna viðskiptum. Í dag náði móðurfélag Vodafone hefur náð samkomulagi um verð á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365. Einnig hækkaði gengi bréfa N1 um 1,56% í 66 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa Símans lækkaði hins vegar um 1,25% í 756 milljónum, en mest velta var með gengi bréfa Símans.

Vísitölur GAMMA

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 4,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 4 milljarða viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 8,2 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.