Gengi hlutabréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, hefur lækkað um 3,28% í 495 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. Vodafone gaf út ársreikning félagsins fyrir árið 2016, eftir lokun markaða í gær. Þar kom fram að hagnaður Fjarskipta um 22% milli ára. Félagið hagnaðist um ríflega milljarð í fyrra.

Einnig hefur gengi bréfa Símans lækkað um 2,03% í 255 milljón króna viðskiptum. Síminn birtir ársuppgjör sitt eftir lokun markaða í dag. Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hækkað um 2,83% í 370 milljón króna viðskiptum, þegar þetta er ritað.