Vænting hf. sem verið hefur stærsti einstaki eignaraðilinn í Nýherja með 14,82% hlut hefur sameinast Vogun hf., undir merkjum þess síðarnefnda. Við sameininguna færist allur eignarhlutur Væntingar, sem samanstendur af 67.980.832 hlutum yfir til Vogunar hf. sem jafnframt stærsti eigandinn í HB Granda, með 33,51% hlut. Það félag er aftur í eigu Hvals hf., sem er að stærstum hluta í eigu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar. Það félag er svo aftur að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar.

Miðað við 28,80 króna sölugengi á hlut í félaginu, eins og staðan er nú í kauphöllinni er þessi hlutur því metinn á tæpar 1,96 milljarða.