Eignir vogunarsjóða hafa aldrei verið meiri, ef marka má samantekt Hedge Fund Research Inc. Þrátt fyrir að fjárfestar hafi dregið nær 70 milljarða dala út úr sjóðunum árið 2016, nema eignir þeirra nú um 3.020 milljörðum Bandaríkjadala.

Árið 2015 námu eignir vogunarsjóða um 2.900 milljörðum dala. Frá árinu 2010 hafa eignir þeirra því aukist um rúmlega 1.000 milljarða dala.