Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners Limited hefur aukið við hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni og á félagið nú 5,11% í tryggingafélaginu. Með kaupum á bréfum í félaginu í dag fór félagið upp fyrir 5% mörkin og á félagið nú 34.675.000 bréf í félaginu, sem miðað við gengi bréfanna þegar þetta er skrifað, 34,50 krónur, er að andvirði 1.196.287.500 króna.

Samkvæmt hluthafaskrá Tryggingamiðstöðvarinnar sem síðast var uppfærð 4. janúar síðastliðinn var heildareignarhlutur vogunarsjóðsins í tryggingafélaginu 32.000.000 hlutir, sem miðað við núverandi gengi væru að andvirði 1.104.000.000 króna.

Mismunurinn, 2.675.000 hlutir ættu miðað við þetta að vera að verðmæti tæplega 92,3 milljóna en samkvæmt upplýsingum Keldunni hefur gengi bréfa TM hækkað um 2,68% í 137 milljón króna viðskiptum í dag.