*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 10. apríl 2018 15:22

Volkswagen skiptir um forstjóra

Talið er að Herbert Diess taki við af Matthias Mueller sem hefur stýrt fyrirtækinu síðan dísilskandallinn kom upp 2015.

Ritstjórn
Hans Dieter Poetsch, stjórnarformaður Volkswagen, er sagður leiða skipulagsbreytingarnar.
european pressphoto agency

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur óvænt ákveðið að skipta um forstjóra. Að því er Bloomberg greinir frá verður Herbert Diess nýr forstjóri en hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Volkswagen vörumerkisins. 

Stjórn félagsins mun formlega kjósa um mannabreytingar í æðstu stjórnunarstöðum félagsins á föstudaginn. Diess mun taka við af Matthias Mueller sem tók við stjórnartaumum fyrirtækisins eftir að dísel skandallann kom upp árið 2015. Mueller hefur því leitt félagið á erfiðum tíma ár en það er nú að mestu komið á beinu brautina á ný.

Í umfjöllun Bloomberg segir að fréttir af mannabreytingum á toppi skipurits Volkswagen skilji eftir sig fleiri spurningar en svör. Að sögn stjórnarformanns félagsins, Hans Dieter Poetsch sem leiðir ferlið hefur Mueller, fráfarandi forstjóri, sýnt almennan vilja til þess að taka þátt í breytingunum. Að öðru leyti hefur lítið heyrst frá bílaframleiðandanum. 

Diess, sem er 59 ára, gekk til liðs við Volkswagen um mitt árið 2015 en hafði áður starfað fyrir BMW. Með því að gera hann að forstjóra er búið að rétta taumana til einstaklings sem starfaði ekki hjá fyrirtækinu á meðan svindlið átti sér stað. Diess hefur þurft að takast á við leiðtoga verkalýðsfélaga í starfi sínu en hann hefur leitast eftir því að draga úr kostnaði og einfalda skipulag fyrirtækisins. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim