Dollarinn styrktist í kjölfar þess að tveir háttsettir aðilar innan seðlabanka Bandaríkjanna gáfu til kynna að bankinn myndi hækka stýrivexti í þessum mánuði. Donald Trump sagði í ræðu sem hann hélt fyrir bandaríska þingið í gær að hann hygðist eyða allt að biljarði dollara í innviðauppbyggingu vestanhafs. Í kjölfarið var nokkuð um hækkanir á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Frá þessu er greint í frétt AFP fréttaveitunnar .

Trump lofaði einnig talsverðum skattalækkunum fyrir millistéttarfólk í Bandaríkjanna, þó að hann hafi ekki tilgreint nákvæmlega hvernig hann hygðist standa straum af kostnaðnum.

Hlutabréf í kauphöllinni í London hækkuðu um 0,9% í kjölfarið, einnig hækkaði gengi hlutabréfa bæði í Frankfurt og París, um 1,5%.

Í frétt AFP er einnig farið yfir stöðu á helstu mörkuðum um hádegisbil:

  • London - FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um 0,9% og stendur í 7.331,69 stigum.
  • Frankfurt - DAX 30 hefur hækkað um 1,5 og stendur nú í 12.005,77 stigum.
  • París - CAC 40 vísitalan hefur hækkað um 1,5% og stendur nú í 4.931,08 stigum.
  • EURO STOXX 50 vísitalan hefur hækkað um 1,7% og stendur í 3.374,56 stigum.

Asíumarkaður:

  • Við lokun markaða hafði Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkað um 1,4% og endar í 19.393,54 stigum.
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði hækkað um 0,2% og endaði í 23.776,49 stigum.
  • Shanghaí vísitalan hafði hækkað um 0,2% og stendur nú í 3.256,93 stigum.