Fjárfestingarfélag Warren Buffett, Berkshire Hathaway, tilkynnti fyrir helgi afkomu sína fyrir annan ársfjórðung og olli hún miklum vonbrigðum. Nánar tiltekið hagnaðist Berkshire Hathaway um 2.367 dollara á hlut sem er talsvert minna en þeir 3.038 dollarar á hlut sem búist var við.

Buffett vill helst fá fagfjárfesta til Berkshire Hathaway og því er hver hlutur u.þ.b. 215.000 dollara virði. Að vísu er hægt að fá B-klassa hluti á 143 dollara.

Hagnaður Berkshire Hathaway nam 4,01 milljörðum dollara, samanborið við 6,4 milljarða dollara á sama tíma í fyrra.

Buffett þykir af mörgum vera allra besti fjárfestir sögunnar og hefur hann hagnast gríðarlega á viðskiptum sínum í gegnum tíðina. Er hann einn ríkasti maður heims.