*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 25. maí 2016 15:39

Vopnasölubanni á Víetnam aflétt

Obama Bandaríkjaforseti lýsir yfir afnámi vopnasölubanns í opinberri heimsókn.

Ritstjórn

Í opinberri heimssókn sinni til Víetnam lýsti forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, því yfir að vopnasölubanni við landið væri aflétt. Bannið hefur takmarkað möguleika bandarískra fyrirtækja til að selja þessum fyrrum fjandvini Bandaríkjanna vopn áratugum saman.

Fornir fjendur

Ákvörðunin er enn eitt skrefið í batnandi samskiptum þessara tveggja ríkja sem áður tókust á þegar Bandaríkin studdu ríkisstjórn Suður Víetnam í stríði þeirra gegn nágrönnum sínum í norðri.

Norður Víetnam hafði loks endanlegan sigur og tók yfir landið allt árið 1975. Var sú innrás gerð tveimur árum eftir Parísarfriðarsamkomulagið en í kjölfar þess lauk aðgerðum Bandaríkjahers í Víetnamstríðinu.

Sameiginlegur ótti við Kína

Bæði löndin óttast síaukinn styrk Kína, en Víetnam og Kína hafa tekist á um eyjar og sker á Suður Kínahafi ásamt því að landamæraátök hafa brotist út milli þessara nágranna sem báðir eru undir stjórn Kommúnistaflokka. Mannréttindabrot stjórnvalda í Víetnam eru reglulega gagnrýnd.

Vopnasölubannið hefur verið liðkað til tvisvar áður, fyrst 2007 og aftur 2014, sem gerði sölu á flotabúnaði leyfilega, en ekki er búist við að Víetnam sé vel í stakk búið til að nýta sér auknar heimildir vegna kostnaðar. Mikið af herbúnaði þeirra er gamall og úrsérgenginn búnaður frá Rússlandi.

Stikkorð: Bandaríkin Obama Víetnam Bandaríkin vopnasala
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim