Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 570,6 milljónir íslenskra króna árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaður ársins 2014, nam 324,2 milljónum króna.

Eigið fé árslok 2015 nam 3.293 milljónum og hefur því aukist um tæplega 300 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall Varðar var þá 30,2% og gjaldþrotshlutfallið 3,32.

Heildareignir félagsins námu tæplega 10,9 milljörðum og voru starfsmenn félagsins 70 talsins. Hlutafé Varðar nam 899 milljónum og var óbreytt á árinu.

Handbært fé frá rekstri nam 349,3 milljónum í árslok 2015, samanborið við 582,6 milljónir í lok árs 2014. Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu.