Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á öðrum ársfjórðungi 2018, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 5,2 milljarða króna en hann var jákvæður um 14,7 milljarða á sama tíma árið 2017, á gengi hvors árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 49,8 milljarða króna en þjónustujöfnuður var hagstæður um tæpa 55 milljarða.

Heildarútflutningstekjur á öðrum ársfjórðungi 2018 vegna vöru- og þjónustuviðskipta námu 328,3 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 323,1 milljörðum króna.