*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Erlent 26. júlí 2018 15:29

Vörukaup í skiptum fyrir tollaleysi

Juncker og Trump sömdu um að Evrópuríkin kaupi bandarískar vörur í skiptum fyrir að Bandaríkin leggi ekki tolla á evrópska bíla.

Ritstjórn
Jean-Claude Juncker og Donald Trump funduðu í gær, miðvikudag, um tollamál ásamt fleiru.
epa

Jean-Claude Juncker, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, komust í gær að samkomulagi um að koma í veg fyrir tollastríð milli efnahagsrisanna tveggja. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal um málið. Greiningaraðilar benda þó á að á meðan ekki hafi verið upplýst nánar um útfærsluatriði hans dugi hann ekki til að sefa áhyggjur markaðarins.

Forsetarnir tveir gáfu það þó upp að samningurinn fæli í sér að Evrópuríki keyptu fljótandi jarðgas og Sojabaunir frá Bandaríkjunum, en ekki var útskýrt nánar hvort ríkin sjálf yrðu kaupendurnir eða hvort ýtt yrði undir kaup einkaaðila með einhverjum hætti, né í hvaða magni.

Í skiptum fyrir kaupin munu Bandaríkin hafa lofað að leggja ekki nýja tolla á innflutning bíla frá Evrópusambandinu, en slíkt myndi ógilda samninginn. Þá var samþykkt að lækka tolla á annan iðnaðarvarning, og vinna saman gegn „ósanngjörnum viðskiptaháttum“ Kína.

Stikkorð: Trump Juncker tollamál