*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Fólk 28. ágúst 2016 18:02

Vorum týpískir túristar

Árnný Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður hefur hafið störf hjá Land lögmönnum, en hún tekur eigin rekstur inn í fyrirtækið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Árný Guðjónsdóttir starfaði við skatteftirlit á námsárum sínum og eftir útskrift og hefur sérhæft sig í skattarétti. Hún gengur nú til liðs við Land lögmenn.

„Ég var í eigin rekstri og tek hann í rauninni með mér, þannig að ég sinni bæði eldri viðskiptavinum mínum og viðskiptavinum þeirra hjá Land. Við höfum verið í ýmsu, það er bæði í fyrirtækjaráðgjöf og svo líka í ráðgjöf til einstaklinga, sem er áhugavert fyrir mig, sem kem úr skattaumhverfinu, að fara í svona skemmtileg og fjölbreyttari verkefni,“ segir Árnný sem mun hafa starfsstöð bæði í Kópavogi sem og á Selfossi, þar sem Land er einnig með vinnuaðstöðu.

„Það fer í rauninni bara eftir því hvar viðskiptavinir okkar eru staðsettir, þá keyri ég bara á milli. Ég er búsett á Selfossi, en verð með skrifstofuna mína í Kópavogi.“ 

„Ég er í sambúð með Tryggva Torfasyni leikara, við erum barnlaus, svo við ferðumst mjög mikið, bæði innanlands og utan. Við erum jafnframt dugleg að fara í leikhús og á tónleika og leggjum áherslu á upplifanir, að njóta lífsins,“ segir Árnný, en beðin um að segja einhverja skemmtilega ferðasögu færist hún undan því.

„Ég er mjög léleg í svona sögum, ég vinn við að taka 40 blaðsíðna dóma og stytta þá niður í nokkrar setningar. Hin hliðin hefur alfarið verið hjá Tryggva.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim