Í janúar á þessu ári var vöruviðskiptajöfnuður hagstæður um 7 milljarða króna, en fluttar voru út vörur fyrir 59,4 milljarða en inn fyrir 52,5 milljarða króna. Það gerðist síðast í einum mánuði í október 2016 að því er Hagstofan greinir frá.

Er það töluverður viðsnúningur frá janúar 2018, þegar flutt var inn fyrir 2,8 milljörðum meira en flutt var út. Ef tekin er út úr tölunum liðinn skip og flugvélar lækkar þó afgangurinn í ár niður í 4,7 milljarða en fyrir ári í 2,7 milljarða króna.

Verðmæti vöruútflutnings var 11,1 milljarði króna hærri í janúar í ár en árið áður eða 22,9% meiri á gengi hvors árs, og má rekja aukninguna til aukins útflutnings á sjávarafurðum og iðnaðarvörum.

Síðarnefndu vörurnar eru 51,0% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 12,8% á milli ára, en sjávarafurðir eru 37,5% alls útflutnings, og jókst verðmæti þeirra um 24,6% frá sama tíma á síðasta ári.

Innflutningurinn í janúar í ár var einnig hærri en fyrir ári, eða 1,3 milljörðum hærri, sem er 2,6% aukning á milli ára á gengi hvors árs. Mest jókst hann á mat- og drykkjarvörum.