*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 6. desember 2018 10:06

Vöruviðskipti óhagstæð um 17,7 milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings rúmlega 54,3 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings rúmlega 54,3 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 72,1 milljarði króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,7 milljarða króna. 

Í nóvember 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 10,9 milljarða króna á gengi hvors árs. 

Vöruviðskiptahallinn í nóvember 2018 var því 6,8 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Viðskipti með skip og flugvélar hafa óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn í mánuðinum.

Í nóvember 2018 var verðmæti vöruútflutnings 8,6 milljörðum króna hærra en í nóvember 2017 eða 18,7% á gengi hvors árs. Hækkunina á milli ára má að mestu rekja til aukins verðmætis í útflutningi á iðnaðarvörum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim