Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir desember 2016 voru vöruviðskipti óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Frá þessu er greint í frétt á vef Hagstofunnar .

Fob verðmæti vöruútflutnings í desember 2016 nam 41,4 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 45,8 milljörðum.

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam halli á vöruviðskiptum Íslands 99,8 milljörðum króna. Í nóvembermánuði var til að mynda tæplega 12 milljarða halli.

Ef að hægt er að miða við bráðabirgðatölurnar voru vöruviðskipti ársins 2016 óhagstæð um 104,2 milljarða.