*

þriðjudagur, 11. desember 2018
Innlent 24. febrúar 2018 11:09

Vöxturinn tengist Blockchain

Landsvirkjun seldi 25 megavött af raforku til gagnavera í fyrra. Salan til gagnavera hefur aukist mikið, einkum vegna aukinnar rafmyntavinnslu.

Snorri Páll Gunnarsson
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Haraldur Guðjónsson

Mikill vöxtur hefur verið í raforkusölu Landsvirkjunar til gagnaversiðnaðarins á síðustu árum. Í fyrra seldi Landsvirkjun 25 megavött til Verne Global og gagnavers Advania Data Centers á Fitjum í Reykjanesbæ, en það er um helmingur af orkunotkun gagnaveranna.

Á kynningarfundi Landsvirkjunar á uppgjöri ársins 2017 sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að söluvöxturinn til gagnavera væri að miklu leyti tengdur tilkomu Blockchain-tækninnar og Bitcoin-námugreftri. Fyrirtæki í rafmyntavinnslu hafa margfaldað starfsemi gagnavera hér á landi upp á síðkastið.

„Þarna eru áhugaverðir hlutir að gerast og við munum fylgjast vel með þróuninni, en við erum ekki tilbúin að fjárfesta á þessum markaði,“ sagði Hörður.

Landsvirkjun og Advania Data Centers undirrituðu nýverið nýjan rafmagnssamning um afhendingu á 30 megavöttum til gagnaversins á Fitjum. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Landsvirkjun gagnaver Bitcoin blockchain