Á heimasíðu VR hefur verið birt auglýsing frá því sem kallað er Leigufélag VR um að félagið leiti að fjölbýlishúsi með að lágmarki 20 íbúðum til kaups.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR viðrað hugmyndir um að nota sjóði gamla verslunarmannafélagsins til að leigja félagsmönnum ódýrt húsnæði í borginni.

Samþykkti félagið í lok febrúar stofnun leigufélags, en í yfirlýsingu í kjölfar stofnunarinnar er bent á að uppsöfnuð þörf fyrir nýjar íbúðir á íslenskum markaði séu um 6 þúsund íbúðir meðan árleg viðbótarþörf sé um 2.200 íbúðir.

Í tilkynningu félagsins nú kemur fram að óskað sé eftir húsi með að lágmarki 20 íbúðum, og það væri kostur ef húsið myndi bjóða upp á misstórar íbúðir. Húsið þurfi að vera í mjög góðu ásigkomulagi segir í auglýsingunni, en í sömu setningu segir svo að það megi einnig vera óbyggt eða í byggingu. Tilboð skulu sendast inn í síðasta lagi 22. apríl 2018.

Hér má lesa frekari fréttir um málefni tengd nýjum formanni VR:

Hér má lesa skoðanapistla um nýjan formann VR: