Tveir af þekktustu forstjórunum á Wall Street - Larry Fink og Jamie Dimon - hringja nú viðvörunarbjöllum vegna stöðu bandaríska efnahagsins. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Forstjóri BlackRock Inc., Larry Fink, sagði í dag að hægst gæti á efnahagsvexti í Bandaríkjunum ef stefnumál Trump komist ekki í gegnum þingið. Jamie Dimon forstjóri JPMorgan Chase, var hins vegar harðorðari og skrifaði í bréfi til fjárfesta að það væri greinilega eitthvað sem bjátaði á, í Bandaríkjunum. Báðir aðilar hafa gefið Trump ráð í efnahagsmálum.

Fink hefur miklar áhyggjur af því að vöxtur í Bandaríkjunum væri sá minnsti af öllum G-7 ríkjunum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017. Hann tekur enn fremur fram að það séu vaxandi áhyggjur af því að hugaðar breytingar Trumps, t.a.m. skattalækkanir og afregluvæðing, nái ekki fram að ganga.

Dimon fer yfir langan lista af vandamálum sem hrjá Bandaríkin í bréfi sínu til fjárfesta; Þau hafa eitt billjörðum í stríðsrekstur, hafa fest stúdenta í skuldafangelsi og sent erlenda sérfræðinga sem hafa sótt sér menntun í Bandaríkjunum úr landi. Hann kallaði eftir aukinni fjárfestingu í innviðum og afléttingu fyrirtækjaskatta til að ýta undir hagvöxt.