Á föstudaginn síðasta, 28. apríl fór eignarhlutur sjóða í stýringu bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Wellington yfir 5% mörkin að því er fram kemur í flöggun frá fyrirtækinu.

Listi yfir stærstu hluthafa N1 sem birtur er á heimasíðu N1 sýnir að The Wellington Trust Company ráði 2,71% í félaginu, en hann var uppfærður síðast 27. apríl síðastliðinn að því er Morgunblaðið greinir frá.

Miðað við gengi bréfa N1 við lok viðskipta á föstudag er hlutur sjóðanna metinn á ríflega 1,5 milljarða króna.