*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 9. september 2016 11:19

Wells Fargo sektaður um 21 milljarð

Stærsti banki Bandaríkjanna stofnaði reikninga fyrir viðskiptavini á ólöglegan máta, án vitneskju viðskiptavinanna.

Ritstjórn
epa

Bandaríski bankinn Wells Fargo þarf að greiða 190 milljónir dollara eða sem nemur 21 milljarði krónaí sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters.

Starfsmenn bankans bjuggu til reikninga fyrir viðskiptavini sína án vitneskju þeirra. Þetta gerðu starfsmennirnir til þess að fá bónusa fyrir sína vinnu. Bandaríska fjármálaeftirlitið komst á snoðir um málið hefur hefur sektað Wells Fargo um 190 milljónir dollara, eins og áður sagði. Auk þess að stofna reikninga í nafni viðskiptavina en án vitneskju þeirra voru gefin út debetkort í þeirra nafni en án þess að þeir hafi nokkuð vitað um það.

Taka ábyrgð á brotinu

Haft er eftir forsvarsmönnum bankans í yfirlýsingu að þeir sjái innilega eftir gjörðum sínum og taki ábyrgð á þeim tilvikum þar sem að bankinn gaf út kort sem að viðskiptavinir vissu ekki af. Bankinn stofnaði um tvær milljónir reikninga á ólöglegan máta.

Stikkorð: Wells Fargo sekt bankaviðskipti