Heildarfjöldi hluhafa í slitabúi Kaupþings voru 591 en flestir þeirra lýstu kröfu í bú Kaupþings á sínum tíma. Flestir þeirra eiga litla hluti eða á bilinu 0,006 til 0,01%, en 82% heildarhlutafjár félagsins eru undir stjórn 10 stærstu hluthafanna. Það eru vogunar- og fjárfestingarsjóðir, ásamt stórum bandarískum og breskum fjármálafyrirtækjum.

Þar á meðal á Wintris smáan hlut eða 0,01% en félagið er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Miðflokksins. Heildareignir Kaupþings á síðasta ári námu 409,7 milljörðum króna, að því er Kjarninn greinir frá.

Heildarskuldirnar voru 396,3 milljarðar króna en sú tala hefur minnkað úr ríflega 800 milljörðum frá því árið 2015 að því er Kjarninn greinir frá. Lækkunin kom til vegna greiðslu stöðuleikagreiðslna til ríkissjóðs.