Í september voru að jafnaði farnar 90 áætlunarferðir á dag frá Leifsstöð, sem er aukning um 17 ferðir á dag frá því á sama tíma í fyrra að því er Túristi greinir frá. Hefur hlutdeild Icelandair dregist saman, eða úr 58,4% niður fyrir helming, eða 49,6% á sama tíma og Wow Air hefur aukið sína hlutdeild úr 22,1% í 28,6%.

Wow Air er þó ekki eina félagið sem hefur aukið sína hlutdeild umtalsvert, en Wiss Air, lággjaldaflugfélag frá Ungverjalandi, hefur á sama tíma aukið sína hlutdeild um 145%, eða úr 1,1% í 2,7%. Hlutfall easyJet sem var áður þriðja stærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli hefur á sama tíma lækkað úr 3,5% niður í 2,6%

Ef horft er alla leið til ársins 2013, þá var hlutfall easyJet þá svipað og var í fyrra, eða 3,4%, en hins vegar var Icelandair þá með um þrjáfjórðu af markaðnum, eða 73,4% en Wow Air einungis með 14,3%.