Félagið Laugar ehf. sem rekur líkamsræktarstöðvarnar World Class hagnaðist um 193 milljónir króna á síðasta ári en hann var 282 milljónir árið áður og dróst því saman um 32% milli ára. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Rekstrartekjurnar voru um 2,9 milljarðar króna 2017 og jukust um 22% frá árinu á undan. Þá numu rekstargjöldin 2,6 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 1,9 milljarða króna árið á undan. Launakostnaðurinn hækkaði um 18% milli ára.

Eignir samstæðunar voru 3,9 milljarðar króna og eigið fé var um 703 milljónir króna á síðata ári. Þá voru skuldirnar 3,2 milljarðar króna.