Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Wow air dregur saman seglin í vetur

7. ágúst 2012 kl. 11:36

Úr jómfrúarferð Wow air fyrr í sumar.

Félagið mun skila annarri af tveimur vélum og hætta flugi til Kaupmannahafnar. Aðeins flogið til Lundúna tvisvar í viku.

Ferðaskrifstofan Wow air mun í vetur hætta flugi til Kaupmannahafnar og þá verður aðeins flogið tvisvar í viku til Lundúna. Félagið mun aðeins nota eina flugvél í stað tveggja nú.

Frá þessu er greint á vefsíðunni Túristi.is en að sögn Baldurs Odds Baldurssonar, forstjóra Wow air, er ástæðan fyrir þessari minnkandi tíðni félagsins mikill samdráttur í ferðalögum yfir vetrarmánuðina.

Auk ferðanna til Lundúna verður boðið upp á tvö flug í viku til Berlínar í allan vetur og til Alicante fram í lok október. Yfir háveturinn verður vikulegt flug til Salzburg í Austurríki.

Sjá nánar á Túristi.isAllt
Innlent
Erlent
Fólk