Bæjarráð Kópavogs samþykkti á miðvikudaginn að úthluta lóðunum Vesturvör 38a og b til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins. Jafnframt lagði bæjarráðið til að teknar verði upp frekari viðræður við félagið um nánari útfærslu hugmynda þess um staðsetningu hótelbyggingar vestast á Kársnesi.

Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air, hafi stofnað félagið Títan Fasteign ehf. Móðurfélag WOW air heitir Títan og er að fullu í eigu Skúla.

Lóðirnar sem um ræðir eru yst á Kársnesi, gegnt norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar.