*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 8. apríl 2013 14:51

Wow air farið yfir til Hvíta hússins

Hvíta húsið er með auglýsingasamninga við Wow air og Advania. Skúli Mogensen á hlut í báðum fyrirtækjum.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Aðsend mynd

Wow air hefur skipt um auglýsingastofu en undir lok síðustu viku skrifuðu forráðamenn fyrirtækisins undir samning við Hvíta húsið. Wow air hefur frá upphafi verið með samning við Brandenburg, sem m.a. mótaði vörumerki ferðaþjónustufyrirtækisins og gerði fyrstu sjónvarpsauglýsingu þess. Hvíta húsið landaði felstum lúðrum eða fimm talsins á verðlaunahátíð Ímark, Samtökum markaðsfólks á Íslandi, í síðasta mánuði. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir þetta tíðkast í bransanum, engin óánægja hafi verið með samvinnuna við Brandenburg. „Þetta er eins og gengur og gerist,“ segir hún. 

Hvíta húsið er jafnframt með auglýsingasamning við upplýsingatæknifyrirtækið Advania. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air og aðaleigandi fyrirtækisins, á hlut í Advania. Svanhvít segir eignarhaldið engu skipta, Brandenburg geri enn auglýsingar fyrir önnur fyrirtæki sem Skúli eigi hlut í.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim