*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 16. október 2018 13:15

WOW air hættir flugi til St. Louis

Stjórnendur WOW air hafa tekið þá ákvörðun að hætta flugi til borgarinnar strax eftir næstu áramót.

Ritstjórn
Borgirnar Chicago og Detroit munu verða einu borgirnar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem WOW air mun fljúga til.
Haraldur Guðjónsson

Stjórnendur WOW air hafa tekið þá ákvörðun að hætta flugi til borgarinnar strax eftir næstu áramót. Frá þessu er greint á vefsíðu Túrista. Jómfrúarferð WOW air til borgarinnar var farin síðastliðið vor og var það í fyrsta sinn í 15 ár sem íbúar borgarinnar gátu flogið beint frá heimabyggð til Evrópu.

Í ljósi þess höfðu flugmálayfirvöld í St. Louis heitið því að veita flugfélaginu styrki upp á allt að 800.000 dollurum eða sem samsvarar um 92 milljónum króna gegn því að flugleiðinni yrði haldið úti í að minnsta kosti 2 ár. Ekki mun þó koma til með greiðslu á þessum styrk í ljósi nýjustu áforma stjórnenda WOW air um að hætta flugi til borgarinnar.

Niðurfelling á ferðum til St Louis er ekki fyrsta breytingin sem WOW air gerir á áætlun sinni eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk fyrir mánuði síðan. Áður hafði verið tilkynnt um vetrarfrí á flugi til San Francisco, Stokkhólms og Edinborgar. 

Borgirnar Chicago og Detroit munu verða einu borgirnar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem WOW air mun fljúga til en enn sem komið er er ekki hægt að bóka flug til Cincinnati né Cleveland næsta sumar, en þær bættust við leiðakerfi WOW í ár.

Stikkorð: WOW air