Flugfélagið WOW air mun hætta flugi til ísraelsku borgarinnar Tel Aviv í október næstkomandi. Ísraelska dagblaðið Haaretz.com greinir frá þessu. Félagið hefur flogið til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá september í fyrra.

Ákvörðinin er sögð hafa verið tekin á grundvelli rekstrar- og viðskiptaástæðna. Að sögn fosrsvarsmanna WOW air er borgin árstíðarbundinn áfangastaður og aðrir áfangastaðir séu vinsælli yfir vetrartímann.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort flug til borgarinnar verði hafið að nýju næsta vor.