*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 28. nóvember 2017 10:40

Wow fékk ekki lendingartíma Monarch

Eigandi British Airways keypti flesta lendingar- og brottfarartíma hins gjaldþrota flugfélags Monarch á Gatwich flugvelli.

Ritstjórn
epa

Eigandi British Airways, félagið IAG, hefur tryggt sér brottfarar- og lendingartíma hins gjaldþrota félags Monarch á Gatwich flugvelli. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun mánaðarins sagði Skúli Mogensen eigandi Wow air að hann hefði áhuga á tímunum, en nú er ljóst að hann hefur ekki haft erindi sem erfiði. 

Í síðustu viku fékk KPMG, sem sér um skiptin á búinu, úrskurð dómstóla á því að þrotabúið hefði rétt á að selja tíma Monarch á flugvellinum, en lögfræðingar félagsins höfðu sagt tímana verðmætustu eign félagsins.

IAG segist fyrst og fremst ætla að nota tímana fyrir langflug British Airways, en félagið á einnig flugfélögin Vueling og Aer Lingus,en lággjaldaflugfélögin EasyJet, Wizz og Norwegian höfðu einnig áhuga á að eignast tímana að því er BBC segir frá.

Einnig verður uppboð á brottfarar- og lendingartímum Monarch á Luton flugvelli, en samanlagt eru tímarnir á báðum flugvöllunum taldir að verðmæti um 60 milljóna breskra punda, eða sem samsvarar tæpum 8,3 milljörðum íslenskra króna. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim